Espergærde. Las á alheimsnetinu

Ætli ég sé almenningur? Það er oft erfitt að meta hvort maður tilheyrir honum, almenningi. Ég heyri fólk stundum tala um „okkur almenning“ sem er ekkert nema sakleysið og má þola illvirki, svindl og svínarí frá hinum sem ekki tilheyra almenningi. Eða er almenningur safn af duglausum einstaklingum sem hafa ekkert annað betra að gera en að hneykslast, tuða og öfundast út í þá sem á einhvern hátt skara fram úr. Ætli ég sé almenningur?

Las á alheimsnetinu að list, alls konar list, verði betri ef hún er bönnuð, hún hneykslar eða henni úthýst. Stundum finnst mér þetta allt bara eitt endalaust rugl. En mér finnst dýr falleg.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.