Espergærde. Post-it miðinn.

Á skrifborðinu mínu liggur gulur miði, post-it-minnismiði. Miðinn var bara hérna í morgun þegar ég kom, festur á tölvuskjáinn minn, eins og hann væri skilaboð til mín. En ég skil ekki innihaldið. Einhvern veginn féllust mér bara hendur í morgun og nú hef ég setið hérna í tvo tíma án þess að gera annað en að skoða þennan minnismiða og hlusta á tónlist J.S Bach, sellósvítur og píanótónlist. Tíminn hefur flogið frá mér. Ég hef ekki einu sinni haft rænu á að hella mér upp á kaffi.

Nú er klukkan rúmlega tíu en klukkan 5:16 í nótt á meðan ég var í fastasvefni bárust mér með tölvupósti fimm ný, íslensk skáldverk sem væntanleg eru á bókamarkað á næstu vikum. Ég er auðvitað forvitinn að lesa þessar bækur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.