Ég sit á flugvellinum í Kastrup. Í Danmörku er sá fyrsti af haustfrídögunum sjö svo það eru margir á ferðinni; mannmargt á göngum flughafnarinnar en ég hef fengið mér gott sæti á efri hæð flugstöðvarbyggingarinnar þar sem hægt er að láta fara vel um sig í djúpum hægindastólum.
Hér á efri hæð flugvallarins, þar sem ég hef útsýn yfir ganga fulugstöðvarinnar var mér hugsað til þess sem ég heyrði einu sinni ungan, hrokkinhærðan mann tala um í litlu samkvæmi. Það var seint um nótt og við sátum fjögur við hringborð, þreytt og á leið heim eftir vel heppnað kvöld. Mér varð litið á félaga minn, sem reykti á þessum tíma, drepa í sígarettu í öskubakka sem lá á borðinu á milli okkar og svo sagði hann allt í einu svo mæðuleg: „Vitið þið hvað fólk sem liggur á dánarbeð sér aðallega eftir? …. Það eru fimm atriði sem er flest deyjandi fólk nefnir að það sjái eftir á hvaða hátt það hefur varið lífinu. Það sá eftir að hafa ekki haldið sambandi við vini sína. Það sá eftir að hafa ekki leyft sér að vera glaðari í lífinu. Það sá eftir að hafa ekki verið betra til að tjá tilfinningar sínar. Það sá eftir að hafa ekki reynt að lifa á eigin forsendum en ekki eftir því sem aðrir ætluðust til af þeim. En það sem var það alversta, það sem lá þeim þyngst á hjarta, var að það hefði eytt svo miklum tíma til að vinna, notað svo stóran hluta lífs síns til að vinna.
Þetta fer ég allt í einu að hugsa núna í ösinni á Kastrupflugvelli á leið til Íslands. Hér er margt fólk.