Reykjavík. Á dönskum háttatíma

Það er ekki létt að vera dagbókarskrifari með stóra fjölskyldu. Ég hef ekki tíma til að skrifa, eða réttara ég hef ekki næði til að skrifa. Nú er ég nýkominn inn í AirBnB íbúðina, sem leikarahjónin leigja út, eftir langa ferð út á land. Það er komið kvöld, úti er myrkur, bílar keyra með ljósin kveikt, ökumenn bílanna rýna í gegnum myrkrið á hraðferð eftir götum bæjarins og í rauninni kominn danskur háttatími. En ég hef annað brýnt verkefni fyrir höndum sem kallar á mig. ég verð því að einbeita mér að því áður en ég leggst kylliflatur í of mjúkt rúm sem leikarahjónin hafa keypt einhvers staðar í Reykjavíkurborg til að hafa svefnpláss í airBnB íbúðinni sinni. Ég læt þessi orð vera mín síðustu í dag. Buona notte.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.