Í dag var haldið svokallað reisugilli í Hvalfirði. Smiðirnir settu upp síðustu þaksperruna, flögguðu þremur íslenskum fánum og voru hinir sprækustu. Ég sótti kampavín sem ég átti hjá Jóni Kalman (sem hann kom með handa mér frá sameiginlegum vini í París). Auk þess sóttum við beyglur hjá Deig-bökurunum til að geta boðið smiðunum sex upp á. Allt mjakast áfram með sumarhúsið þótt við getum ekki haldið jól þar eins og við hefðum vonast eftir.
Ég hitti alls konar fólk í dag á ferðum mínum milli byggingarfyrirtækja og byggingarstaðar. Ég skrifa listann þó ekki í dag. Menningarferð til Bandaríkjanna á morgun. Yo!