Ég var rétt í þessu að lesa viðtal – nei, viðtal var það ekki, þetta var pistill – eftir einn af stjórnmálamönnum Íslands. Það fyrsta sem kom upp í huga mér að þessi kona – því stjórnmálamaðurinn var kona – hefði mannshjarta af gerðinni 2.0. Og þetta stóra hjarta titrar og skelfur svo sannarlega yfir ógæfu hinna réttu annarra.
En nú er sunnudagsmorgunn – sá fyrsti á vetrartíma – svo ég hef grætt heilan klukkutíma án þess svo mikið sem hreyfa litlafingur. Ég vildi að á hverju ári, hverjum mánuði, hverri viku, væru margir slíkir dagar þar sem maður græddi klukkutíma hér og klukkutíma þar. Slíkir aukastundir gætu svo sannarlega nýst mér því ég er að falla á tíma.
Við hliðina á mér hér í eldhúsinu situr Davíð og skrifar skólaverkefni, ævintýri. Það fjallar um dreng sem býr á heimavistarskóla.