Espergærde. Raunir skrifstofumannsins

Nú er komið að því að ákveða hvað ég geri við skrifstofuna hérna á lestarstöðinni. Leigan er orðin svo dýr, því við erum bara tvö fyrirtækin sem erum eftir á staðnum og byggingin er stór. Ég þarf því að finna leiðir til að fjármagna skrifstofuna (ekki gera þýðingarstörf það). Annað hvort finn ég nýja samleigjendur eða segi upp. Þetta þarf að gerast fyrir fyrsta nóvember.  Ég er búinn að skrifa til eins sem mér litist ágætlega á að fá hingað inn og bíð svara.

Annars bíð ég líka eftir að fá niðurstöður úr forritunarkeppninni sem ég tók þátt í. Ég fékk skeyti frá einum nefndarmanninum á fimmtudag í síðustu viku sem sagði að ég væri kominn áfram (hvað sem það þýðir) og niðurstöður koma „eftir helgi“ (hvað sem það þýðir). Mig langar til að vinna en ég veit að forritið er ekki fullkomið svo ég er ekki bjartsýnn.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.