Espergærde. McDonalds.

Það er komið kvöld. Þetta er dagbókarfærsla númer 1036. Það er langt síðan ég hef sest við dagbókarskrif að kvöldi. En ég hef bara ekki haft tíma fyrr til að taka fram tölvuna mína og skrifa dagbók dagsins. Í allan dag hef ég staðið í flutningum í Horsens og þeim er ekki lokið. Í kvöld keyrðum við svo heim á leið. Mér fannst þessir 300 km langir milli Horsens á Jótlandi og Espergærde á Sjálandi. Umferðin var þung, það var dimmt og ég var þreyttur og hræddur um að sofna undir stýri.

En nú er ég sem sagt kominn heim, við drengir, því Sus varð eftir í Horsens að hjálpa foreldrunum við að koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Við ferðalangarnir þrír vorum svo slappir að við nenntum ekki að kaupa eitthvað til að elda, enda var klukkan orðin hálf átta þegar við nálguðumst Espergærde. Því var tillögu minni að beygja inn á McDoanalds tekið fagnandi. Fyrsti McDoanlds-borgarinn minn í mörg ár. Og sennilega verða mörg ár áður en ég kaup McDonalds aftur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.