Espergærde. Járn brýnir járn, maður brýnir mann.

Ég tafðist aðeins við að setjast að dagbókarritun … surprise fredag dróst á langinn í morgun, Sölvi er heima svo ég spjallaði við hann og svo var klukkan allt í einu orðin 10.00… allt tafði mig.  Ég las áðan að Virginia Woolf hafi skrifað dagbók í 25 ár, bækurnar eru fáanlegar í bókaverslunum. Ég hef ekki lesið einn dag úr dagbók hennar, en mér finnst frammistaðan góð að halda dagbókarskrifum út í 25 ár. Ég hika við að kaupa þessa dagbók (ég hef þróað með mér áhuga á dagbókarskrifum) eftir að ég las dagbækur Christu Wolf sem mér fannst svo leiðinlegar.

Í morgun fékk ég setningu á heilann: „Járn brýnir járn og maður brýnir mann.“ Það er fín setning.

Í gær lenti ég á góðu spjalli við Laurence, umboðsmann Kazuo Ishiguro, sem ég hafði sambandi við í gær vegna  afmælis skjólstæðings hennar, rithöfundarins,  og nú brýnir hún mig, sú góða kona, til góðra verka.

Annars er ég varla mönnum sinnandi því ég er svo spenntur að vita hvort ég hafi unnið í þessari forritunarkeppni sem ég tók þátt í, ég kíki á mailinn minn á 10 mín fresti, því forsvarsmaðurinn hafði boðað endanlega niðurstöðu keppninnar í gær eða fyrradag en svo heyri ég ekkert. Áður hafði mér verið sagt að ég væri kominn í undanúrslit. Mig langar bara svo mikið í gullverðlaun.  Blonde Redhead keyra á fullri skrúfu hér í bakgrunninum og það hressir mig.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.