Espergærde. Nafli alheims og langtíburtistan

Íbúar, Isla da Pascua, (Páskaeyjunnar) kalla sjálfir eyjuna Te Pit o te Henna eða Nafli heimsins. Og ef einhver vill fá að vita hvar nafli heimsins er, liggur þessi eyja í hinu suðlæga Kyrrahafi langt undan ströndum Chile (sem eyjan tilheyrir). Á eyjunni búa 3791 manneskjur.  Ég segi frá þessu hér því ég var að velta fyrir mér hvaða staðir liggja lengst frá Danmörku því það er ósk Sus að við höldum jól langt í burtu, eins langt frá Danmörku og mögulegt.

Við höfðum áætlað að halda jól í fjölskylduhúsinu sem við erum að byggja í Hvalfirði en byggingarvinnu verður ekki lokið fyrr en í mars, í fyrsta lagi. Því verða engin jól á Íslandi í ár eins og ég hafði vonað. Jól langt í burtu er því á dagskrá og Sus er búin að kaupa flugmiða til Japan yfir jól og nýár. Tókýó í nokkra daga og restina á skíðum í  norðurhluta  Japans.

Já, jól í langburtistan á dagskrá.

Ég heyrði í gær af manni sem var ósáttur við að fá ekki viðurkennt af heiminum, eða hagstofu síns lands, að hann fengi að vera það sem honum fyndist hann vera. Hann var 57 ára gamall en þar sem hann hefur  verið mjög meðvitaður um mataræði og þjálfun finnst honum hann vera miklu yngri en fæðingarárið gaf til kynna. Honum fannst hann í raun vera 40 ára ekki 57 ára og vildi að Hagsstofan skráði hann sem 40 ára gamlan eins og honum leið. En það er víst ekki hægt. Nú ætlar að hann að berjast fyrir þessum sjálfsögðu mannréttindum og hefur kært málið fyrir Mannréttindadómstól.

Og í dag er 11. nóvember og Númi, einn af mínum mörgu góðu strákum, er 17 ára í dag. Yo!

Menningardagur með Ole og Tinu í gær (van Gogh og ballett) var mjög ánægjulegur.

IMG_2826

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.