Horsens. Brunað til Jótlands að morgni.

Það var óvænt ferðalagið sem ég tók mér fyrir hendur í dag, alla leið til Jótlands, Horsensbæ. Var kominn á fætur klukkan fimm í morgun og brunaði af stað klukkan sex til að geta verið á áfangastað klukkan níu.

Það þurfti að redda tengdafjölskyldunni, sem er í basli vegna veikinda pabba Sus. En okkur tókst að bjarga málum í dag og nú er ég kominn heim og ætla að fara upp í rúm þar sem ég þarf að vakna aftur klukkan fimm á morgun. Flugvél mín til Frakklands flýgur frá Kastrup klukkan átta. Góða nótt. Yo.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.