Ég fór að velta fyrir mér hvaða frægðarfólk yrði næst hljóðritað við skemmtun sína og fengi samtöl sín prentuð í blöðunum daginn eftir.
Þau eru ekki alltaf til fyrirmyndir samtölin sem eiga sér stað manna á milli og ekki verða þau betri þegar þau eru tekin úr samhengi og prentuð, svart á hvítu. Mér datt bara í hug að ef hljóðriti yrði settur sem dæmi meðal konu minnar og vinkvenna hennar (og það eru engir vitleysingar) þegar þær sitja og skemmta sér saman. Prentuð yrðu samtölin ekki sérlega fögur sjón, þótt þær geri ekki annað en góðlátlegt grín að þeim sjálfum og kunningjum sínum (að þeim fjarstöddum).
Eða þegar við Halar sitjum saman, og spjöllum. Stundum fjúka dálítið fyndin komment (Maggi!) sem ekki líta vel út á prenti daginn eftir.
Ég ætla ekki að verja samtöl þingmannanna, þeir urðu sér til skammar, en ég held 1) að það sé ekki í lagi að sitja og hljóðrita einkasamtöl fólks. Hverjir verða næstu fórnarlömb hljóðnemans? 2) og að maður ætti ekki almennt að vera of dómharður.