Henne Kirkeby. Himnasending. Tvö eintök.

Ég er á Jótlandsferð og í gær eignaðist ég ljóðasafn Tomasar Tranströmer. Að vísu á dönsku en það er ekki svo slæmt. Mig hafði auðvitað dreymt um að eignast safnið á íslensku en bókin er uppseld og ég hef ekki fundið hana neins staðar. Mér skilst að Landsbankinn eða einhver banki eigi útgáfuréttinn nú. Kannski endurútgefa þeir bókina. (Þetta var grín).

Þetta er nú það gleðilegast sem gerðist í gær – sem sagt að eignast Tranströmer. Ég hef sennilega verið svo ákafur þegar ég pantaði bókina í netbókabúðinni hér í Danmörku að ég hef í einhverju óðagoti pantað tvær. Bækurnar komu, báðar, og ég var í nokkurn tíma að skilja hvernig á því stæði að ég hefði fengið tvær bækur af sömu tegund. Ég hef ákveðið að gefa aðra, það hlýtur að vera ætlunin þegar hin æðri yfirvöld létu mig panta tvö stykki af sömu bók. Ég er viss um að bókin eigi eftir að gleðja og sennilega eftir að ýta heiminum í betri átt. Maður getur mjakað heiminum í þá átt sem maður óskar og bókmenntirnar er áhrifaríkasti og handhægasti miðillinn til þess.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.