Tokyo. By night

Tokyo á tuttugustu og fjórðu hæð með útsýni yfir tennisvöll, fótboltavöll og The Rainbow Bridge. Ég hef einu sinni áður verið í Tokyo og þá rigndi alla daga, hellirigndi, en nú skín sólin og borgin er allt önnur. Allt í einu minnti hún mig á New York.

Ég svaf ekki í nótt, ferlegt, en ég kláraði að lesa Ragnar Jónasson. Ég get margt sagt um þá bók en ég læt það vera, að minnsta kosti í dag. Ég sneri mér bara að mínum Johan Harstad, norska rithöfundinum og held áfram að lesa þann 1500 síðna doðrant. Ég er að verða hálfnaður. Ég hafði áætlað að klára einn kafla á dag en ég les fleiri kafla hvern dag. Þetta er ein sú besta bók sem ég hef lesið í ár.

En nú ætla ég út í Tokyo-kvöldið og skandalísera. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.