Tokyo. Enginn not-to-do-listi

Fyrsti dagur ársins og síðasti dagur í Tokyo. Á morgun fljúgum við heim á leið, eða til Danmerkur. Það tekur rúma ellefu tíma að fljúga þessa löngu leið. Ég er þegar farinn að hlakka til að nota tímann til að lesa áfram í bók vinar míns Johans Harstad sem ég hef vanrækt undanfarna daga.

Í dag hafði ég hugsað mér að gera not-to-do-lista fyrir árið 2018 en það er bara ekki svo margt sem ég ætla ekki að gera árið 2019, en það er margt sem mig langar að gera. Ég hætti því við að búa til not-to-do lista.

Davíð færði mér í gær gullmedalíu sem hann hafði keypt í laumi því hann hafði heyrt mig barma mér yfir að ég ynni engin gullverðlaun í ár eins og ég hafði ætlað mér árið 2018. Í gærkvöldi færði hann mér verðlaunin, gullpening fyrir föðurstörf á árinu 2018, sagði hann glottandi. Ætli ég sé ekki ágætur í mínu föðurhlutverki, ég læt aðra dæma um það. En það kom mér þó svakalega á óvart þegar elstu börnin mín þrjú, þau sem hafa verið í ökukennslu, sögðu mér allt í einu að ég væri ægilega lélegur að vera hinn rólegi aðstoðarökumaður þeirra sem stunda æfingaakstur. Ég kom af fjöllum. Allt í einu sameinuðust börnin mín í gagnrýni sinni á föður sínum.

Einu sinni heyrði ég konu segja við félaga sinn að ekkert í heiminum væri fallegra en vináttan og ljóðið. Ég hugsa oft um þessi orð sérstaklega þegar ég hugsa um þá góðu vini sem ég á, en vanræki.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.