Espergærde. Samskipti mín við verðlaunaskáldið veldur andvökunóttum.

„Það jafnast ekkert á við að skrifa. Þú þarft bara að setjast niður við ritvél og láta þér blæða.“ Þessi frægu orð komu í hugann þegar ég stóð upp frá þýðingarverkefni sem ég vinn við nú. Ég hef nefnilega setið linnulaust við „ritvél“ frá því snemma í morgun og nú er klukkan að nálgast þrjú. En mér blæðir ekki eins og sönnu skáldi hefði það setið svo lengi við ritvélina sína, ég hef ekki svo mikið sem fórnað einum blóðdropa.

Í morgun fékk ég bréf (það virtist jafnvel hafa verið sent um nótt) frá manni í Reykjavík sem segist hafa orðið andvaka yfir samskiptum mínum við Kazuo Ishiguro á afmælisdegi skáldsins í nóvember. Ég varð dálítið hissa að þessi bréfaskipti mín við skáldið og umboðsmann þess skyldu hafa svo djúpstæð áhrif á mann í risherbergi í Reykjavík að hann hugsaði um þau þegar hann lá andvaka í janúar og horfði á næturskuggana líða um svefnherbergisloftið. Ég svaraði manninum vonandi á þann hátt að hann hafi nú fengið þá sálarró sem þarf til að sofa rólegur á nóttinni.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.