Hvalfjörður. Dúnmjúkir englavængir

Ég sit við eldhúsgluggann í ófullbúnu húsi okkar í Hvalfirði og skrifa dagbók dagsins. Grýlukertin fyrir utan gluggann glitra í sólinni. Umhverfis húsið er metersdjúpur snjór og áferðin líkist dúnmjúkum englavæng. Ef ég horfi lengra sé ég inn Hvalfjörðinn þar sem er svo kyrrt að að ekki kæmi mér á óvart að ég sé eina lifandi veran í firðinum.

Hér inni er allt á rúi og stúi; stillansar, verkfæri og byggingarefni út um allt. En í mars verður hægt að flytja inn segir Gísli verktaki. Ég hlakka til.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.