Epergærde. Ný skrifstofa

Ég er seinn til dagbókarskrifa. En það er nefnilega vegna þess að ég hef verið svo órólegur yfir öllu sem ég þurfti að gera á gömlu skrifstofunni; henda drasli (ótrúlegt hvað safnast upp af dóti), flytja það sem þarf að fara annað, þrífa og ganga frá öllu. Ég hef sem sagt ekki geta einbeitt mér að neinu nema flutningatengdri vinnu og því er það ekki fyrr en nú þegar klukkan er gengin í fimm að ég sest niður og það á nýrri skrifstofu.

Hér á nýju skrifstofunni, sem líka er í göngufæri frá Søbækvej, er allt fínt. Spegilgljándi og nýtískulegt. Ég er ekki alveg viss hvort ég eigi eftir að geta starfað hérna. Nú er einn annar á skrifstofunni, Lars Steen. Hann þekki ég ekki þótt ég hafi margoft séð hann á götu hér. En nú deilum við semsagt skrifstofu. Mér er sagt að hann sé gleðimaður. Ég læt fylgja tvær myndir af skrifstofunni; af útsýni og af rými. Svona, Snæi minn. Þetta verður allt í lagi.

Útsýnið. Byggingaframkvæmdir blasa við mér. Mjög gott.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.