Espergærde. Febrúar, nýir tímar

Það er kominn febrúar og nýr kafli að hefjast. Ég er búinn að afhenda eftirlitsmanninum í appelsínugula gallanum lyklana að lestarstöðvarskrifstofunni. Hann var í betra skapi í dag, en hann gengur samt alltaf á skítugum skóm inn í nýskúruð gólf. Þegar ég bendi honum á fótsporin á gólfinu eru viðbrögðin þau sömu og síðast: „ó!“ og svo heldur hann áfram göngu sinni á skítugu skónum inn gljáandi gólfin. En í dag afhenti ég honum þrjú sett af lyklum og svo flutti ég út með fótbolta undir handarkrikanum. Ég hafði gleymt boltanum í gær.

Nú sit ég á nýju skrifstofunni minni. Það er svo glerfínt hér að mér finnst að ég verði að þvo kaffibollann minn í hvert sinn sem ég er búinn að drekka úr honum. (Nú, í þessum skrifuðum orðum, fer ég úr skónum mínum og stilli þeim upp í fatahengið svo geng ég um á sokkum.) Ég er að reyna að ná upp minni eigin stemmningu með því að spila Chet á fullu á meðan ég er einn á skrifstofunni – áður en samleigjandi minn, Lars Steen, kemur. Hann mætir seint og vinnur lengi. Það hefur hann sagt mér.

Ég var að byrja að lesa verðlaunabók Sigrúnar Eldjárn, Silfurlykillinn (Hin íslensku bókmenntaverðlaun) í gærkvöldi. Ég er áhugasamur um barnabókmenntir en hef ekki enn náð samband við vinsælar íslenskar barnabókmenntir; ég hef reynt að lesa Gunnar Helgason, þrjár bækur og þær hafa ekki náð að heilla mig. Svo hef ég lesið Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og bækur hennar finnst mér mun betri en Gunnars en hafa þó heldur ekki náð að heilla mig. Kannski set ég rána of hátt þar sem ég þekki Harry Potter bækurnar svo vel og sé hvað þær eru vel unnar. En nú prófa ég sem sagt að lesa Sigrún Eldjárn.

Byggingarframkvæmdir fyrir utan gluggann minn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.