Það rignir. Verkamennirnir við húsbygginguna handan götunnar eru klæddir í regngalla og hafa hettur á höfðinu til að verjast vætunni. Ég kann vel við að horfa á þessa menn leysa verkefni sín; puða og erfiða. Í gær settu þeir þak á aðra hæðina eða gólf á þá þriðju, maður ræður hvernig maður lítur á þennan steypuflöt. Sjálfur er ég alltaf sólginn í verkefni; vil hafa eitthvað nýtt fyrir stafni; gera vegi um eyðimörkina og fljót í auðninni.
