Livigno. Hörmungar skíðafærð

Fyrsti dagur á skíðum. Ég hef ekki áður verið svona lélegur. Snjófjúk á brautinni er það versta sem hendir mig á skíðum. Ég veit ekki hvort ég renn upp í mót, niður eða til hliðar eða er kyrr. Allra mínar fínu skíðhreyfingar verða spastískar.

Ég vona að Palli Vals hafi ekki hangið yfir vefmyndavélinni í dag eins og hann hafði hótað til að meta stílinn. Ekkert virkaði í dag. Ég er þreyttur eftir ferðalag gærdagsins sem varð langt, löng keyrsla í hálku og myrkri. Svo nú ætla ég að leggjast upp í rúm og lesa mína bók.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.