Livigno. Hvítt í hvítt.

Nýr dagur. Færsla númer 1.135 í dagbókina mína. Úti snjóar og uppi í fjallinu er strekkingsvindur. Morgunferðin upp í fjall var algerlega misheppnuð, ég sá ekki út úr augunum og ferðin niður snerist um að lifa af, komast lifandi niður til byggða. Ég flaug þrisvar sinnum á hausinn enda er ég óvanur að keyra í gegnum metersháa skafla og renna mér næstum í blindni niður brekkurnar. Allt er hvítt, mishvítt, hvort sem maður lítur upp, niður eða til hliðar. Og það var nánast ómögulegt að sjá hvar brautin lá. Ég er ekki nógu góður á skíðum til að takast á við þessar aðstæður. Á morgun mun sólin víst að skína á okkur í Livigno.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.