Livigno. Mamma Einars Áskels

Að komast óbrotinn í gegnum skíðafríið, það er alltaf léttir. Þegar ég fer í síðasta sinn úr skíðaskónum og skipti yfir í götuskóna mína finn ég fyrir miklum feginleik. Ég er óslasaður, óbrotinn og lifandi.

Við keyrum snemma á morgun til Mílanó og fljúgum heim seinnipartinn og svo tekur við hversdagur. Ég hlakka til að byrja að vinna á mánudag. Ég fékk nýtt verkefni í síðustu viku sem ég ætti að geta klárað á fáum dögum; kannski einni viku. Ég kann vel við verkefni. Yo!

Nú er ný vika í París framundan í mars. Verkefni mitt þar kallast Fellibylurinn Betsy en nú hefur verkefninu verið skipt upp í tvennt; annar helmingurinn kallast enn Fellibylurinn Betsy, en svo hefur fæðst lítið undirverkefni sem verður líka unnið að í mars sem hefur fengið vinnuheitið: Mamma Einars Áskels.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.