Espergærde. Stofuhiti

Hér í eldhúsinu þar sem ég sit, og líka inni í stofu þar sem enginn situr, er herbergishitinn 22 gráður á celsius. Þetta hef ég mælt. Mér var svo heitt að ég ákvað að mæla hitastigið í húsinu og þetta er niðurstaðan. Stofuhiti 22°C.

Til að gera hitaupplýsingarnar enn nytsamlegri greini ég einnig frá því að útihitinn á þessari stundu er 7°C og hitastig sjávar hér við ströndina er 3°C.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.