Espergærde. Ávextir andans

Þriðji dagur í röð sem ég vinn heima – stofuhitinn er kominn niður í 21°C, útihiti 3°C – kötturinn Gattuso liggur trúfastur á stólnum og malar hástöfum við hliðina á mér (ég held að kötturinn minn sé ánægður með mig og líti á mig sem vin sinn.)

Ég hef undanfarna daga byrjað morguninn á að lesa í tæpa tvo tíma til að fá hausinn á mér í gang. Ég er svo heppinn að eiga enn eftir nokkur hundruð blaðsíður í doðrantinum hans Johanns Harstad, ég get því látið mér hlakka til að lesa kafla dagsins í næstu vikur. Mér finnst þetta uppörvandi bók. Meðfram Johanni les ég tvær aðrar ágætar bækur.

Ég er að reyna að temja mér langlyndi og sjálfsaga (ávexti andans, eins og þessi persónueinkenni kallast) en gengur misvel; ég á það til að detta út.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.