Espergærde. No nonsens náungi.

Í gær var enn einn dagur inni í Kaupmannahöfn. Ég var ekki kominn heim fyrr en undir klukkan sjö. Mikið er ég feginn að þurfa ekki að fara inn í bæinn á hverjum degi til að vinna. Ferðirnar taka bara of langan tíma. (Lestin 35 mínútur, biðtími á lestarstöð 10 mín, ganga til lestarstöðvar 12 mín = klukkutími hvor leið.) Kaupmannahöfn er þó mjög lífleg og skemmtileg borg, sérstaklega í slíkri blíðu og bjartviðri eins og var í gær. Það er meira líf á götunum í Kaupmannahöfn en hér í litla bænum mínum og svo eru kaffihús á hverju horni …

Ég átti nokkur erindi inn í Kaupmannahöfn meðal annars átti ég mjög forvitnilegan fund með forleggjara eins af stóru forlögunum hér í Danmörku. Hann er afar viðkunnanlegur maður, ættaður úr sveit og það sést á framkomu hans sem er algerlega no nonsens. Hann sagði mér að þeir væru farnir að undirbúa útgáfu á bókum á íslensku; það er að segja raf/hljóðbókum. Og fyrsta bókin er komin í framleiðslu. Til verksins hafa þau ráðið íslenskan starfsmann sem hefur það hlutverk að kaupa upp hin stafrænu réttindi.

Ég má ekki vinna fyrir þá þar sem ég er bundinn samningi við Politiken næstu ár, en verkefnið er spennandi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.