Espergærde. Tóbak og toppstuð

750 km akstur að baki í dag. Til Jótlands og aftur til baka. Og nú er ég kominn heim. Ég er að róa mig niður eftir hraðaksturinn. Blonde Redhead á fullu og hraðaskur á hraðbrautinni; maður verður svolítið órólegur í hausnum.

Í rauninni hefði dagurinn átt að fara í að fagna afmæli pabba míns. Það er þriðji mars, afmælisdagurinn, og ég var vanur að kaupa vindla í tilefni dagsins og til að færa honum. Ég held að ég hafi ekki gefið honum annað en tóbak í afmælisgjöf; ef ekki vindla þá Capstan píputóbak. Þegar hann hætt að reykja vissi ég ekki hvað ég finna til að gleðja hann. Börnin mín vita að þau geta alltaf gefið mér lakkríspípu, þá er ég ánæður.

Eftir að ég kom heim, að lokinni ökuferðinni, hef ég bara spilað J.S. Bach pabba mínum til heiðurs og sjálfum mér til ánægju. Almættið hvíslar að mér í gegnum tónana. Þannig er það.

ps. Það er undarleg tilfinning sem ég gríp mig í. Ég er alltaf í kappi við tímann. Ég vil ná svo mörgu áður en ég dey.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.