París. Undirgefni á kvölddagskrá

Laugardagsmorgunn og ég er einn á hipstermorgunkaffistaðnum mínum. Það er enginn kominn á ról í París klukkan átta á laugardagsmorgni. Ungi drengurinn í eldhúsinu er að búa til hafragrautinn fyrir mig og kaffið er komið á borðið. Ég var svo upptekinn af vinnu í gær að ég stóð ekki upp úr stólnum fyrr en klukkan var orðin sjö. Ég hefði auðvitað átt að fá mér aðra menningargöngu í gær, hitta fleiri menningarfrömuði mér til upplyftingar, en ég hafði deadline sem ég þurfti að ná og mér tókst ekki að vera tilbúinn fyrr en undir kvöldmat. Ég ástunda dyggðina af meira kappi en fegurðina.

Þótt ég hafi aftur deadline í dag klukkan fimm – ég verð að vera mjög einbeittur ef ég á ná að klára á réttum tíma – hef ég samt hugsað mér að taka mér alla vega einn klukkutíma til menningargöngu.

ps. Í gækvöldi las ég í bók vinar míns Michel Houllebecq, Undirgefni. Ég hef ekki lesið hana áður. Mér finnst þýðing Friðriks Rafnssonar alveg fyrirtak.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.