Sem maður upptekinn við húsbyggingar hef ég ekki tíma til að sinna öðrum mikilvægum málefnum s.s. að skrifa dagbók dagsins. Hér í hinu íslenska óveðri er gott að maður hefur þak yfir höfuðið í Hvalfirði, glugga og veggi svo ekki blæs inn. Og nú líka eldhús. Sumarhöllin verður tilbúin til notkunar eftir tvær vikur; í páskaviku sem sagt.
Annars veit ég fátt í minn haus annað en það sem snýr að húsbyggingum; ég dreymi um þau útistandandi verkefni í sambandi við húsið svo ég er ekki viðræðuhæfur. Höfuðið er fullt af nöglum, skrúfum og sementi.
Mér tókst þó að hitta stóru börnin mín í gær og öll litlu börnin þeirra. Það var aldeilis til að lyfta huganum. Yo!