Espergærde. Eitt líf og þrír dagar.

Það er vor, (þú sem ert á himnum). Hitinn hér í Danmörku er hærri en tólf gráður, heiður himinn og logn. Trén eru komin með brumknappa, allt er að springa út. Þetta er það sem maður kallar vor. Ég gekk af stað út í morguninn til að finna vorið á eigin skinni og gekk milli kornakranna, út meðfram ströndinni og svo til baka. Eins og hálftíma ganga. Þetta kallar maður upplyftingu.

Á Íslandi er aldrei vor en ég keypti mér bók Pierre Lemaitre, Þrír dagar og eitt líf, í flughöfninni í Keflavík. Að lesa bók á íslensku er góð skemmtun.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.