Espergærde. Rafmagn Spánverja

Hér er kominn svokallaður sumartími; klukkunni hefur verið ýtt klukkutíma fram á við. Ég vaknaði því í rauninni klukkan 5:15 þótt vekjaraklukkan sýndi 6:15. Ég var ekki tilbúinn til að vakna, alls ekki. Ég var fullur af svefni. Sumartími var hugsaður sem rafmangssparandi aðgerð og þessi aðgerð kemur fyrst og fremst (eða eingöngu) þeim í Suður-Evrópu að gagni, sparnaðurinn nemur þó ekki nema 340 milljónum evra á ári fyrir Spánverja sem er ekki mikið á þjóðhagslegan mælikvarða. En þessi áætlaði sparnaður Spánverja kostaði mig sem sagt klukkutíma svefn.

Ég er sestur á skrifstofuna og úti er bjartviðri; ekki ský á himni og sólin skín inn á gólf til mín. Barry Adamson syngur og leikur og félagi minn á skrifstofunni var mættur óvenju snemma. Nú spjallar hann í símann við félaga sinn í Tælandi. Hann tók mér fagnandi í morgun og fannst augljóslega gaman að fá aftur félagsskap á skrifstofunni en ég hef ekki mætt alla síðustu viku þar sem var í ferðalagi á Íslandi.

HRÞS: 369,300 ->380,698
FBB: 0

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.