Espergærde. Óvænt heimsókn

Á tröppunum hjá mér stóð allt í einu kona í morgun. Hún hafði hringt á dyrabjöllunni og þegar ég opnaði dyrnar hélt ég að þetta væri Rikke. Rikke, konan hans Jóns Halls, því hún var svo lík henni en ég sá augnabliki síðar að þetta var ekki Rikke. Konan, sem ég þekkti ekki, heilsaði mér með nafni og kynnti sig og sagði mér líka að ég þekkti hana ekki. Það kom í ljós að hún hafði búið á Íslandi og nú hafði hún þörf fyrir góð ráð og því bankaði hún upp á til að segja okkur Sus ansi ótrúlega sögu (sem þó er sönn). Ég er eiginlega enn að melta þessa heimsókn sem var með þeim eftirminnilegri sem ég hef fengið í seinni tíð.

En nú þarf ég að drífa mig á fund bankamanna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.