Ég sendi Núma af stað út í heiminn í dag; í morgun flaug hann til Malaga ásamt bekkjarfélögum sínum. Ég hitti hann næst í New York eftir tæpa viku. Nú er hann orðinn fullorðinn, öll börnin mín eru að verða fullorðin, það finnst mér bæði góð tilfinning en líka sorgleg að nú eru bráðum allir fimm ungarnir mínir flognir úr hreiðrinu.
