Ég kláraði bók Braga Ólafssonar um ljóðskáldið hana Sturlu Jón, Sendiherrann. Fínasta bók, ég var í rauninni ánægður með bókina, skemmti mér vel yfir lestrinum og hefði bara alveg viljað halda áfram með henni Sturlu. Ég las síðasta hluta bókarinnar í lestinni milli New York og Boston. Skyndilega varð ég svo upptekinn af því að bókin er nær öll sögð í sögulegri nútíð (furðulegt að ganga upp í slíku) – og ég var eiginlega svolítið órólegur því mig langaði svo að sjá hvort skáldið hefði skrifað fyrri bækur sínar; Gæludýrin, Samkvæmisleiki … í sömu frásagnartíð. Sjálfur hef ég heldur reynt að útríma sögulegri nútíð í dagbók minni.
En sem sagt: ég tók lestina til Boston í morgun. Gekk fyrst, áður en ég helt frá borginni, smákveðjuhring frá 57. stræti og upp að Colombus Cirkle. Fékk mér morgunmat á einhverjum ágætum morgunverðarstað (kaffi og brauð með advocato og spældu eggi). Tók kveðjumynd af New York áður en leigubíll flutti mig til Penn Station þaðan sem lestin tekur á móti Bostonfarþegum.

Bostonborg tók vel á móti okkur og ég fann strax að Boston er staður fyrir mig; andrúmsloftið hentar mér, meiri ró en í New York, minni hljóðmengun og háskólabæjarstemmning er greinileg.