Espergærde. Dugandi menn

Sumardagurinn fyrsti og það strax í apríl. Frábært. Hér í Danmörku er enn bara vor. Og svo er Bókmenntahátíð í Reykjavík. Stórkostlegt að einhver hafði haft dug í sér til að koma á fót slíkri hátíð í höfuðstaðnum fyrir mörgum árum og haldið henni gangandi í öll þessi ár.

Ef ég man rétt voru það trommuleikarinn Sigurður G. Valgeirsson, Einar rithöfundur Kárason, rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson, fyrrum stórforleggjari Halldór Guðmundsson, forsetaritarinn Örnólfur Thorsson og forleggjarinn Pétur Már Ólafsson sem settu þessa hátíð á laggirnar. Kannski voru það fleiri, ég man það ekki. En ég man að síðar hafi verið þusað yfir þessum ágæta framkvæmdahópi sem hafði frumkvæði, og dreif þetta upp á sínum tíma, fyrir að vera samansettur af karlpungum. Ég segi bara gott að það var dugur í þessum mönnum. Megi fleiri, af öllum kynjum, taka þá sér til fyrirmyndar og búa til jafnöfluga og mikilvæga menningarviðburði á Íslandi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.