Espergærde. Dagbókarritarinn sem skrifar fyrir tvö augu

Enn á ég nokkra vini úr forleggjarastétt þótt lengra líði nú á milli þess að ég hitti þá. Einn þessara gömlu félaga skrifar dagbók á hverjum degi eins og ég og í áhuga okkar á dagbókum sameinumst við. Ég fæ stundum sendar dagbókarfærslur hans (hann skrifar færslur sínar í dagbók með gulum pappír þótt hann sé fimmtán árum yngri en ég) og stundum þegar ég er í heimsókn les hann fyrir mig dagbókarfærslur sínar, sérstaklegar ef honum finnst honum hafa tekist vel upp. (Hann birti einu sinni færslu sína hér.) Ég geri mér grein fyrir því að það hefur sína kosti að skrifa á pappír, aðeins fyrir tvö augu. Þegar dagbókin er opinber ritskoðar maður sjálfan sig, maður segir ekki frá því sem ekki má segja frá og oft verður maður að vera sérlega orðvar vegna þess að það eru fleiri augu en tvö sem lesa. En kosturinn er að maður er í sambandi við umheiminn; þrátt fyrri allt fylgjast nokkrir með þessum Kaktus-skrifum.

Frá upphafi hef ég skrifað 1220 dagbókarfærslur, mislangar en ef ég setti þær í bók væri hún örugglega yfir 2000 blaðsíður. Stundum verð ég taugaveiklaður (sérstaklega á morgnana yfir að hafa notað of langan tíma fyrir dagbókarfærslu dagsins og almennt að eyða of miklum tíma í dagbókarskrif.) Allt tekur tíma og maður spyr sig í sífellu hvort verjandi sé að nota tíma sinn í hitt eða þetta.

Ég minnist á þetta hér þar sem ég rakst á dagbókarfærslu (á internetinu) eftir annan félaga minn sem nú (ef marka má fyrstu færslu hans) hefur ákveðið að skrifa samfleytt í 4000 daga! Ég hlakka til að fylgjast með. En nú eru fleiri augu sem lesa þetta og ég veit ekki hvort dagbókarfærslurnar félaga míns eru opinberar (þótt mér með mína HTML-hæfileika hafði tekist að finna síðuna). Ég læt því ógert að upplýsa meira um þetta metnaðarfulla verkefni að sinni.

ps. Af gefnu tilefni: Hér er örlítið innlegg í Co2-umræðuna. Hér er listi yfir Co2 mengun við framleiðslu af einu kílói af fæðu:

  • Lambakjöt: 21,4 kg
  • Humar: 20,2 kg
  • Nautakjöt: 13,9 kg
  • Smjör: 10,6 kg
  • Rækjur: 10,5 kg
  • Gulur ostur (31%): 9,6 kg
  • Gulur ostur (17%): 8,8 kg
  • Brie: 8,2 kg
  • Fetaostur (20%): 8,0 kg
  • Flatfiskur (frosin flök): 7,8 kg

(Heimild: Institut for Agroøkologi, Aarhus Universitet)

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.