Það er frídagur í Danmörku. Hér fagna menn uppstigu Krists og af því tilefni loka þeir verslunum og helga daginn trúarlífinu. Ætli því sé ekki eins farið á Íslandi og himnaförinni sé fagnað? Ég efast þó stórlega um að búðir á Íslandi séu lokaðar í dag því engin þjóð í heimi elskar eins mikið að ráfa um búðir og hin íslenska. Mér datt í hug að kanna hvort kenning mín væri rétt og fletti upp á IKEA og sá að þeir hafa opið í dag „opið til búarðráps“ stendur og COSTCO (æðsta verslun Íslands, þjóðargersemið) hefur líka opið. Þeir nefna þó á heimasíðu sinni að á föstudaginn langa syrgi þeir krossfestingu Krists og hafa því lokað þann dag.
Mig vantar ekkert í dag og þarf ekki að banka á dyr lokaðra verslana hér í bænum til að betla það sem vanhagar um. Ég hef allt. Þess í stað spilaði ég tennis í morgun og gekk að því loknu langan göngutúr út engin.

Þegar ég kom heim, eftir mína miklu hreyfingu, beið mín skemmtilegur tölvupóstur frá einum af meisturum íslenskrar menningar sem bauð mér að vera með í verkefni sem hann hallar „Breites lächel áætlunin“. Ég veit ekki hvort ég get komið þar að gagni en ég reyni að verða til aðstoðar svo draumur þessa mikla menningarmanns geti orðið að veruleika.