Espergærde. Mias pappa flyttar

Hvað heitir höfundur Einars Áskelsbókana?
Hver var fyrsta Einars Áskelsbókin?
Þetta er bókmenntagetraun dagsins og vegleg verðlaun eru veitt fyrir rétt svör (dregið verður úr réttum svörum sendi fleiri en einn þátttakandi. inn villulausa úrlausn.) Fyrstu verðlaun (engin önnur eða þriðju verðlaun) eru 4.8 milljónir euros, farmiði til Parísar (aðra leið) auk dagpeninga á meðan dvöl stendur. Hér með eru þetta orðin stærstu bókmenntaverðlaun heims. Yo!

Ég las nefnilega í gær að höfundur Einars Áskelsbókanna hefði nýlega sent frá sér ævisögu sína (þar kemur fram nafn höfundar Einars Áskelsbókanna og hver titillinn á fyrstu bókinni var, ef menn vilja létta sér leiðina að hinum réttu svörum).

Þegar ég var yngri og las þennan fína bókaflokk fyrir krakkana mína hugsaði ég stundum um hvað hefði orðið af mömmu Einars Áskels. En einhvern vegin var þó fjarvera hennar ekkert mál í frásögninni; Einar og pabbi hans söknuðu hennar ekki opinberlega og virtust lifa góðu lífi án hennar.

Nú vil ég ekki upplýsa of margt (til dæmis vil ég ekki upplýsa kyn höfundarins til að gefa óþarfa ábendingar þegar svona vegleg verðlaun eru í boði) en það setti djúp spor í líf höfundarins, sem verður 77 ára þann 3. júlí, að foreldrar höfundar skildu þegar höfundur var átta ára gamall. Höfundurinn bjó því til skiptis hjá pabba sínum (listamaður sem var bæði vínglaður og átti margar vinkonur sem gistu hjá honum) og mömmu (sem var kennari. Móðirin var afar reglusöm og giftist eftir áralangt hik samkennara sínum).

ps. Ég get bætt hér við að fyrsta bók höfundar sem kom út árið 1971 hét: Mias pappa flyttar.

pps. Bækurnar um Einar Áskel hafa selst í um það bil 9 milljón eintaka og þýddar á 27 tungumál. Það er flott.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.