Espergærde. Letidagur.

Það er svo mikið góðvirði hér í Danmörku að ég geri bara ekkert af viti. Ég spila tennis, geng langa göngutúra, les og dorma í sólinni. Nú er mánudagur á morgun og ég á fund inni í miðbæ Kaupmannahafnar í hádeginu og þar með rýkur sá dagur og á þriðjudag flýg ég til Íslands. Ég á að vera búinn að skila verkefni áður en ég flýg á þriðjudag og nú finn ég að það er stress.

Annars las ég umsögn um bók eftir Rachel Cusk sem mig langar til að lesa. Bókin Outline, fær stórkostlega dóma. Og nú set ég hana á leslistann. „Nú erum við manneskjurnar orðnar svo uppteknar af sjálfu okkur, en samt sem áður svo háð viðbrögðum annarra.“ Já. Það er rétt Rachel Cusk.

ps. nú hef ég gert vegi (eða stígi) inn í villigarðinum mínum, þar sem er gert kjörlendi fyrir býflugur. (sjá myndi)

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.