Hvalfjörður. Sending af himnum

Á leið okkar úr bænum í fyrradag stoppuðum við Hlöllabátasjoppuna upp á Höfða. Ég reyni að kynna Davíð fyrir því séríslenska þegar við erum á ferð hér á landi saman. Hlöllabátar, Freyjudraumur, hamborgari á LeKock, Tommaborgari, súkkulaðisnúður í bakaríinu við Suðurver, Þristur, kókosbolla, Lindubuff … öllu þessu fær hann að kynnast þegar við erum á ferð um Ísland. Hlöllabátar eru í uppáhaldi og þegar hann hafði tekið fyrstu bitana af Línubát á leið í gegnum Mosfellsbæinn heyrðist úr aftursætinu:„Þessi matur, þessi samloka, er sending frá Guði. Þetta er frábær matur.“

Annars hefur verið fullt hús í dag og í gær og því hef ég ekki haft næði til að færa inn í dagbókina mína. Til dæmis voru 15 manns í hádegismat í dag (sjá mynd).

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.