Espergærde. Hinar mikilvægu tilfinningar

Ég þurfti eldsnemma á fætur, alveg eldsnemma, því ég þurfti að keyra til Jótlands í dag og aftur til baka. Og þar sem við vorum fjögur í bílnum ákvað ég að prufukeyra nýja playlistann minn – þann sem ég setið og þróað af alúð síðustu vikur. Ég var varla búinn að spila fyrsta lagið, Sommertime með Janes Joplin þegar fyrsta kvörtunin kom: „Hvað er nú þetta? Er þetta karl eða kona sem syngur? Nei, er þetta hún? Ég held að hún ætti að fá sér annað starf … “ þetta þurfti ég að leggja eyru við. Við vorum ekki einu sinni búin að keyra suður Sjáland þegar playlistinn var dæmdur úr leik!

Ég var ekki bara undrandi ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum. Mér fannst playlistinn satt að segja nokkuð vel heppnaður …og reynt að taka tillit til allra þeirra sem eiga að keyra með til Ítalíu, en, nei, playlistinn var dæmdur óhæfur til áheyrnar og þess í stað var settur playlisti Signe Svendsen! Þótt ég hafi ekki sagt orð um lagalistann, hvorki lastað hann né lofað, segi ég það hér í dagbók minni að sjaldan hef ég heyrt annað eins samsafn af karakterlausri músik, þetta var eins og að fylgjast með matreiðslumanni hræra látlaust í albragðlausri súpu.

Nú er komið kvöld og ég er kominn til baka eftir 700 km keyrslu (ó, nei, Co2!!!). Það er vont að keyra bíl, grænt er gott, kjöt er vont, sjálfbært er gott. Þetta eru orð. Það sem maður segir gerir gæfumuninn. Ekki það sem maður gerir. Því það skiptir, eins og kunnugt er, engu máli hvað maður gerir, heldur það sem maður stendur fyrir, það er tilfinningin sem er mikilvægust.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.