Espergærde. Sölutölur tveggja bóka

Árið 1925 þegar The Great Gatsby eftir F.Scott Fitzgerald kom út, var greitt fyrir 21.111 eintök af bókinni. 12 árum seinna var bók John Steinbeck, Þrúgur reiðinnar gefin út í Bandaríkjunum og vakti sú útgáfa nokkuð meiri athygli og seldust 428.988 eintök af bókinni á útgáfuárinu. Svona get ég haldið áfram í allt kvöld. Ég þekki ansi margar sölutölur fyrir bækur.

Í samanburði við þessar gömlu sölutölur get ég nefnt að í dag keypti ég ekkert. Ég hef haft nákvæmlega engin efnahagsleg áhrif í dag, (zero), ég keyrði ekki bíl, ég kveikt ekki ljós, ég kveikt ekki á tölvu, ég notaði ekki síma og þessi dagbókarfærsla er skrifuð á fartölvu sem hefur verið hlaðin upp með sólarrafhlöðu. Ef fleiri væru með sama neyslumynstur og ég í dag mundi hjól efnahagslífisins stoppa. Nema staðar. Hmmm?

ps. ég las einhvers staðar að í dag er dagur þolenda, eða var það í ár sem er ár þolenda. Ár fórnarlamba. Mér finnst ég alltaf vera að lesa um einhver fórnarlömb, einhverja þolendur. Það er vinsælt efni og það nýjasta sem ég les um er að fólk þarf að þola bit frá lúsmýi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.