Chamonix. Á endastöð

Nú er ég búinn að keyra svo langt í dag. Nærri 900 kílómetra. Það gerist ekki sérlega margt á hraðbrautinni, bíllinn þýtur áfram, við stoppum og fáum okkur kaffi og svo þjótum við áfram þar til við komum á endastöð. Og músikkin dunar, playlistinn, bílatónlistin.

Kominn á áfangastað og Mont Blanc gnæfir yfir.

Og nú ligg ég í rúminu í Chamonix, enda klukkan orðin meira en tólf og ég ætla að klára Kalak í kvöld. Þess vegna birti ég bara tvær myndir frá ferðinni í stað þess að lýsa þessari löngu ökuferð.

Stoppað í Sviss. Ég furðaði mig mikið á því þegar ég keyrði í gegnum hinn stórfallega og skemmtilega bæ Basel að Birkir Bjarnason sem er fótboltamaður og spilað lengi með Basel frá samnefndri borg. Basel er frábærtog Sviss er fallegt. Síða kemur tilboð frá Aston Villa, sem spilar í næstbestu deild í Englandi. Birkir semur við Aston Villa og flytur til Birmingham. Skiptir sem sagt Basel út fyrir Birmingham og situr svo á bekknum fyrir Aston Villa. Í staðinn fyrir að spila fótbolta eins og hann gerði í Basel. Ég skil ekki þessi skipti.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.