Chamonix. Of saddur til að hlaupa og of þreyttur til að skrifa.

Ég þarf endilega að losna úr þeim skelfilega vítahring að skrifa dagbókina að kvöld. Það er ekki gott, ég er bara ekki upplagður til að skrifa. Ég er alltof þreyttur og hef ekki orku né löngun til að gera mér mat úr deginum.

Ég læt því ekki verða af því að segja frá því sem gerðist í Chamonix í dag; ég segi ekki frá tenniskappleiknum með Mont Blanc gínandi yfir tennisvellinum, ég segi ekki frá gönguferðina upp í alpana, ég segi ekki frá 400 metra hlaupi mínu (sem ég tapaði fyrir Davíð, en ég hef þá afsökun að ég var nýbúinn að borða hamborgara og drekka bjór með).

Ég ætla heldur ekki að segja frá að ég kláraði Kalak eftir Kim Leine og ég var mjög hrifinn af bókinni og nú er ég að byrja á verðlaunakrimma, íslenskum sem ég man hvorki hvað heitir né hver höfundur er, en ég kemst að því á morgun. Ég er bara of þreyttur til að fara að athuga og greina og segja frá í kvöld. Góða nótt.

ps. Las að hin unga kona í stjórnarandstöðu, Þórhildur Sunna, ætli jafnvel að fara með mál sitt fyrir Evrópu-eitthvað. En hún lýsir málinu svo að ástæða þess að siðanefnd og forsætisnefnd tekur afstöðu gegn henni og málflutningi hennar sé sú að hún er ung kona í stjórnarandstöðu sem hefur móðgað miðaldra karl. Já. Hver er svona vitlaus; heimurinn, nefndirnar eða unga konan?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.