Chamonix. Yfir öxlina.

Aftur er komið kvöld og ég berst við að halda augunum opnum til að skrifa. Ég hugsaði um það í morgun að ég þyrfti að svara e-maili og ég þyrfti að skrifa dagbók dagsins og best væri að gera það snemma dags.

Hér eru bara alltaf einhverjir í kringum mig og því get ég hvorki einbeitt mér að dagbók né að skrifa til þeirra sem vilja heyra í mér. Ég fæ næði á kvöldin þegar ég er kominn upp í rúm til að sofa. Annars eru alltaf einhverjir í kringum mig og ég get ekki einbeitt mér að skrifa þegar slíkur órói er í kringum mig. Ég verð að skrifa tölvupóstinn á morgun,

Hér erum við þrjár fjölskyldur saman í einu húsi: 6 fullorðnir og fjögur börn og því er alltaf einhverjir yfir öxlina á mér.

Tennis í Chamonix

Ég er að lesa nýja verðlaunabók, Hefndarenglar eftir Eirík P. Jörundsson. Bókin vann glæpasagnakeppni Veraldar sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu. Ég vil ekkert illt um þessa bók segja. Það er afrek að skrifa 400 bls. sögu; sannkallað ironman hugans. Bókin höfðar ekki alveg til mín, en það minnkar ekki afrekið sem Eiríkkur hefur unnið með því að vinna þessi verðlaun og skrifa þessa löngu glæpasögu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.