Cavalaire-sur-Mer. Blóðnóttin

Blóðnóttin. Nóttin þar sem hin nýuppblossaða reið fær að seytla út. Svo kemur morgun og reiðin er einhvern vegin runninn af manni. Pabbi minn var vanur að tala um blóðnótt og að maður mætti ekki leggjast ósáttur til svefns. Allar deilur, öll reiði átti að vera úr líkamskerfinu áður en maður færi að sofa. „Aldrei að leggajst ósáttur til svefns.“ Maður átti að minnsta kost ekki að leyfa reiðinni að stjórna lífi sínu. Fyrst skyldi maður sofa svo skyldi maður bregðast við.

Ég veit svo sem ekki af hverju ég er að rifja þessi orð upp því ég hef hvorki verið reiður né ósáttur síðustu dægrin, vikurnar. Þessi hugsun sótti bara á mig.

En ég er með millistopp í suður franska bænum Cavalaire-sur-Mer, bæ sem liggur niður að suðurströnd Frakklands og hér virðast fyrst og fremst vera búsettir útlendingar sem hafa keypt hús við hina svokölluðu frönsku riveru. Ég kann ekki sérlega vel við lífið hér; í mínum huga vantar bara hversdagslíf. Að fólk fari út í bakarí, komi við í bankanum, kaupi málningu, fari á pósthúsið, setjist á kaffihús, stundi skrifstofustörf, grafi skurði. En hér er stundað sumarfríslíf og það passar mér ekki. Hjartsláttur þessa bæjar er enginn, ekkert hjarta slær fyrir þennan bæ. Þótt ég búi í húsi hér í hlíðinni þá finnst mér ég vera a hóteli, þar sem bærinn er móttökurýmið.

Ég tók mér þó ferð á hendur í dag. Keyrði til Saint-Tropez, sem er ekki langt frá, þar sem Dýrlingurinn, Roger Moore bjó stóran hluta ævi sinnar. Pink Floyd samdi lag sem þeir gáfu út á plötu sinni Meddle sem þeir kölluðu Saint Tropez og er byggt á ferð Roger Waters til Suður-Frakkalands.

Annars er allt gott.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.