Vico del Gargano. Aðkoman

Það er kominn 17. júlí og eftir nokkuð ferðalag í gegnum Ítalíu; Toscana, Umbria, Lazio, Abruzzo, Molise, Puglia og nú erum við komin niður í ólífulundinn. La Chiusa. Eins og alltaf tekur á að lenda hér. Allt vex á ógnarhraða á þessum slóðum og sólin hefur ekki bara sköpunarmátt heldur líka eyðingarmátt. Það er ekki erfitt að sjá að það er álag fyrir húsið að vera undir bakandi sól, undir stöðugri árás frá veðuröflum í heilt ár. Allt verður lúið og slitið.

Dagurinn hefur farið í að setja húsið í stand inni og hreinsa til umhverfis. Og einhvern veginn tekur þetta á sálina. Maður verður leiður yfir hnignuninni. Það er ekki margt sagt fyrstu klukkutímana eftir að við lendum. Bæði Sus og ég förum bara af stað að lífga húsið við og það var ekki fyrr en undir nótt að maður var aftur farinn að finna sjálfan sig.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.