Vico del Gargano. Félagsframi og styggt dýr

Er það rétt að ákveðnir hópar í samfélaginu; ungt menntafólk, íbúar 101, hippsterar reyni að bæta sér upp að skort á starfsframa og félagslegum frama með því tileinka sér það viðhorf að það hafi menningarlega yfirburði? Þessu var haldið fram við mig í gær.

Um þetta hugsaði ég þegar ég vakti eftir villisvínunum í nótt. Ég sat grafkyrr upp á mínum stóru svölum og beið; horfði á stjörnurnar, flugvélarnar sem flugu til og frá Bari og hlustaði eftir svínahljóðum. Ekkert gerðist í tvo klukkutíma, svo ég hafði nægan tíma til að hugsa. En þegar klukkan var orðin korter yfir eitt heyrði ég villisvínið nálgast. Hér eru mórber og svínin gleypa þau í sig og líka vínberin sem vaxa hérna fyrir neðan húsið.

Ég sat grafkyrr og beið eftir að villisvínið kæmi nær og vonaði að mánaskinið nægði til að lýsa dýrið upp svo ég gæti virt það fyrir mér. Eftir nokkra bið dirfðist ég að læðast á fætur en af einhverjum ástæðum skynjaði dýrið návist mína og það tók á harðasprett, braust í gegnum runnana og hvarf út í myrkrið. Æ.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.