Vico del Gargano. Einmana eins og veikur hundur

„Ég var einmana eins og veikur hundur,“ segir í tyrknesku bókinni sem ég er að lesa. Þetta þótti mér vel orðað, góð líking, sérstaklega í ljósi þess að hér í Vico eru svo margir heimilislausir hundar hlaupandi úti á götunum, hungraðir, haltir og veikir. Sjálfur er ég langt frá því að vera einmana þótt ég þekki tilfinninguna. Stundum getur einmanakennd sótt á mann. Jamm, þannig er nú það.

Hér er innidagur, rigning, þrumur og eldingar. Það er gott fyrir trén, hugsa ég og horfi yfir dalinn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.