Vico del Gargano. Einmana eins og veikur hundur

„Ég var einmana eins og veikur hundur,“ segir í tyrknesku bókinni sem ég er að lesa. Þetta þótti mér vel orðað, góð líking, sérstaklega í ljósi þess að hér í Vico eru svo margir heimilislausir hundar hlaupandi úti á götunum, hungraðir, haltir og veikir. Sjálfur er ég langt frá því að vera einmana þótt ég þekki tilfinninguna. Stundum getur einmanakennd sótt á mann. Jamm, þannig er nú það.

Hér er innidagur, rigning, þrumur og eldingar. Það er gott fyrir trén, hugsa ég og horfi yfir dalinn.

dagbók

Skildu eftir svar