Fiattone. Hinn heili hugur – sundboltasafn sumarhallarinnar

Hvað sem þið gerið, þá gerið það af heilum huga eins og Drottinn ætti í hlut en ekki menn. Ég veit ekki af hverju þetta kom allt í einu upp í huga minn, nú þegar ég sest við dagbókaskrif. En þetta er nú víst lykillinn og ef til vill eina leiðin til velgengni. Hinn heili hugur.

Þetta er síðasta vika sumarfrísins hjá mér og ég veit að ég hef ekkert gert til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast annað en að kaupa vörur framleiðanda, í búðum og á veitingastöðum. En það er ekki merkilegt framlag en mikilvægt. Ég hef gert fátt annað en að lesa, stússa og hlúa að mínu fólki. Sennilega er það ekki verri iðja en að sitja sveittur á skrifstofu.

En það gerist þó eitt og annað. Í gær var hringt til mín og mér boðin ný skrifstofa, lítil, mjög snotur skrifstofa ekki fjarri heimili mínu. Þar hefur kunningi minn, hönnuðurinn Sebastian, haft skrifstofu sína í mörg ár en hann er að flytja til Kaupmannahafnar og bauð mér því að taka yfir leigusamninginn. Þetta eru tvö herbergi og eldhús. Jesper, félagi minn, tekur annað herbergið og ég hitt. Þann fyrsta september flyt ég og ég hlakka til að fá aðstöðu sem hentar mér betur en sú sem ég hef nú. Lokuð rými og tótal friður.

Ég ætlaði alltaf að birta mynd af sumarhöll kokksins Massimo sem hann bauð okkur til í kvöld og morgunmat. Þetta er svo fínn staður og þar er meira að segja tennisvöllur. Hér koma myndir sem ég tók í heimsókn okkar.

Sumarhöllin að morgni.
Sumarhöllin að kvöldi
Jass-vínyl-plötusafn sumarhallarinnar.
Tennisvöllurinn: Osteria Fransicana Arena
Pizzaofn staðarins.
Sundboltasafn sumarhallarinnar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.